Mikilvægir hlutir unnir í sameiningu í sveitarstjórn

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fundaði þann 20 ágúst s.l. þar sem sem fjöldi mála var afgreiddur.  Eins og svo oft þá sammæltust menn um flest mikilvæg mál. Ákveðið var að fresta afgreiðslu á erindi Orkuveitu Reykjavíkur um niðurrennslisholur á Nesjavöllum þar til umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.  Vissulega eigum við að greiða götu framkvæmda, ...

Fagleg vinnubrögð eða bitlingar

Stjórnmál sem byggja á bitlingum eiga í besta falli að vera stjórnmál fortíðar en ekki stjórnmál nútíðar. Það er í senn niðurlægjandi, ófaglegt og óásættanlegt að slíkt sé látið viðgangast. Þeir aðilar sem veljast til starfa í sveitarstjórnum eiga ávallt að vinna að almannahagmunum en ekki sérhagsmunum. Fólki gengur yfirleitt gott eitt til, en vinnulag og reglur eða ...

Kirkjudagur Sólheimakirkju, þann 6 júlí 2014

Það hefur mér lærst með árunum að spurningar eru mikilvægari en svör. Þegar við tökum okkur biblíuna í hönd og lesum, þá erum við að lesa svör við spurningum sem fólk var að takast á við fyrir meira en tvö þúsund árum síðan. Þessi svör sem eru í senn sögur og frásagnir hafa haft afgerandi áhrif á ...

Fjármál Grímsnes- og Grafningshrepps

Ný sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur tekið til starfa og hafa verið haldnir tveir fundir sveitarstjórnar. Fulltrúar K lista lögðu á það höfuðáherslu í kosningum til sveitarstjórnar að tekið yrði á skuldavanda sveitarfélagsins. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar var meðal annars skipað í nefndir og önnur ábyrgðarstörf fyrir sveitarfélagið. Þar var tekin ákvörðun um að  1 maður á ...

Hátíðarræða á Borg í Grímsnesi, þann 17 júní 2014

  Í dag er þjóðhátíðardagur okkar íslendinga – 17 júní. Fæðingardagur Jóns Sigurðsson, sá dagur er valinn var stofndagur lýðveldisins. Allt frá árinu 1907 hefur þessa dags verið minnst með opinberum hætti, Háskóli Íslands var t.d. í fyrsta sinn settur þennan dag og fleira má telja til. Við eigum að virða söguna, muna hana og læra af henni.  Ef ...

Að horfast í augu við raunveruleikann

Oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps ritar grein í héraðsblöð og kvartar yfir því að K – listi óháðra skuli vekja athygli á skuldsetningu sveitarfélagsins. Þetta er alveg rétt hjá oddvitanum, K listinn hefur lagt á það áherslu að gera íbúum sveitarfélagsins grein fyrir því að Grímsnes- og Grafningshreppur skuldar 1 milljarð króna og að sveitarfélagið er með ...

Grein í Hvatarblaðið

Ágætu íbúar. Nú er rétt mánuður til sveitarstjórnarkosninga og munu hið minnsta tveir listar bjóða fram í sveitarfélaginu okkar. Fjárhagur sveitarfélagsins eru ekki eins góður og hann gæti verið, það tekur á fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar að skulda 1 milljarð.   Við þurfum því í senn að fara vel með og leita allra leiða til að ...

Opið bréf til alþingismanna

  Opið bréf til alþingismanna Í dag þann 21.3. er alþjóðadagur Downs heilkennis. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir árið 2012 að dagurinn hefði það að markmiði að auka skilning á Downs heilkenninu og minnka aðgreiningu þeirra einstaklinga sem eru með Downs. Það er ekki tilviljun að 21. mars skyldi valinn. Downs heilkennið er orsakað af auka litning í ...

Húsið og Eyrarbakki

Eftir rétt um eitt ár verður Húsið á Eyrarbakka 250 ára gamalt. Við Íslendingar eigum mjög fá hús sem eru svo gömul, en Húsið á Eyrarbakka er í senn eitt elsta og merkilegasta húsið á Íslandi. Húsið var byggt árið 1765 og var heimili faktora og verslunarstjóra Eyrarbakkaverslunarinnar fram á 20. öldina. Eyrarbakki var miðstöð verslunar ...