Árborg, breytingar í þágu hvers?

Lögð hefur verið fram tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Árborgar. Megin breytingin er að bæjarfulltrúum verður fjölgað um tvo, það er úr níu í ellefu. Mun breytingin ef samþykkt, taka gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar, þ.e. í vor. Þessi breyting er vegna lagaskyldu og á grundvelli íbúafjölda sveitarfélagsins, það er íbúafjöldi ...