Það var mín gæfa að kynnast Óla Ben. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann var 47 ára og ég 18 að hefja störf á Sólheimum. Stað sem hafði verið heimili Óla frá því að hann var barn. Þetta var upphaf 35 ára vináttu. Í Óla átti ég mér fyrirmynd, hann átti vináttu mína og virðingu. ...
Að þora og njóta þess að búa í samfélagi
Miðbærinn er á stuttum tíma orðinn að sannarlegum miðpunkt sem við erum stolt af. Það gekk ekki átakalaust að sjá hann verða að veruleika og vissulega þurfti þrautseigju, trú á verkefnið og dug til að sjá verkefnið ganga eftir. Samfélagið var á tímabili nánast klofið í afstöðu til málsins. Ekki endilega að íbúar vildu ekki uppbyggingu ...
Framtíðarhúsnæði BES á Eyrarbakka
Grein rituð í Dagskránna, þar sem velt er upp hugmynd er varðar framtíðarlausn á húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka. Það er mikilvægt að horfa á möguleika og tækifæri. Þetta er einn möguleiki. ------------------------------- Eitt mikilvægasta verkefni fræðsluyfirvalda í Árborg er að leysa þann vanda sem upp er kominn í húsnæðismálum BES á Eyrarbakka. Fyrir liggur úttekt Eflu ...