Gleði í daglegu lífi er öllum mikilvæg og það verður seint talinn löstur að gera lífið skemmtilegra fyrir sig og samborgara sína.
Við höfum sem samfélag gert allt of lítið af því að gera lífið skemmtilegra.
Ég held að það eigi við á öllum sviðum þjóðlífsins og við þurfum að finna leiðir til að bæta úr.
Rakst á heimasíðuna The Fun Theory www.thefuntheory.com vel þess virði að skoða!
Þarna er verið að koma á framfæri frábærum hugmyndum um hvernig við getum stuðlað að jákvæðu atferli og með því að gera í lífið skemmtilegra.
Er ekki skemmtilegra að ganga tröppur sem eru píanó, hvernig væri að rukka þá sem keyra of hratt og hluti af þeim tekjum sem myndast fara í „lottó-sjóð“ og þeir sem geta unnið eru þeir sem óku á löglegum hraða sömu leið?
Er ekki skemmtilegra að henda í ruslatunnu sem hljómar eins og ruslinu hafi verið hent niður í hyldýpi? Hvað gerum við til ð hafa ofan af fyrir fólki á rauðu ljósi?
Svo er kallað eftir hugmyndum af því hvernig hægt er að stuðla að jákvæðu atferli með því að gera lífið skemmtilegra, verðlaun afhent einu sinni á ári. Væri það ekki skemmtilegt ef íslendingar ættu næstu verðlaunatillögu!