Það á að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja kynferðisofbeldi og sérstaklega þarf að horfa til fólks með fötlun. Það að kyngreina kynningarefni um kynferðisofbeldi er óeðlilegt.
Það á að vinna gegn kynferðisofbeldi óháð því hvort að þolendur eru karl eða kona.
Kynferðisofbeldi er kynferðisofbeldi og að ráðuneyti jafnréttismála láti útbúa kynningarefni sem í raun gerir ráð fyrir því að fatlaðir karlmenn séu ekki beittir kynferðisofbeldi er í besta falli óeðlilegt og dapurt.
Sjá frétt morgunblaðsins um að félagsmálaráðherra hafi gert samkomulag við Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum um að setrið annist útgáfu og dreifingu á kynningarefni um ofbeldi gegn fötluðum konum og hvert fatlaðar konur geti sótt stuðning hafi þær sætt ofbeldi.