Suðri fréttablað óskaði eftir skoðun minni og nokkra annara sveitarstjórnarmanna á sameiningu.
Mín skoðun er;
Að Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árborg og Ölfuss sameinist er markmið sem við eigum að setja okkur.
Þessi sveitarfélög eru að vinna sameiginlega að fjölda verkefna, en með sameiningu væri hægt að gera hlutina mun markvissar og oft betur.
Að Árnessýsla væri eitt skipulagssvæði með heildstæða stefnu í uppbyggingu og byggðaþróun, með samræmda félagsþjónustu, skólaskrifstofu og bæri ábyrgð á málefnum fólks með fötlun. Væri með háskólafélag og fræðslunet og hefði burði til að berjast fyrir og að standa með uppbyggingu háskólanáms á Laugarvatni.
Ég hef þá trú að sameining sem þessi myndi auka lýðræðið því lítil sveitarfélög hafa meiri tilhneigingu til að gæta sérhagsmuna og með samstarfi margra smárra sveitarfélaga verður til “milli – stjórnsýslustig” sem er út tengslum við kjósendur og oftar enn ekki einnig sveitarstjórnir.
Þetta stór eining hefði burði til að byggja upp öfluga rafræna stjórnsýslu og þannig færa stjórnsýsluna nær hverjum íbúa en er í dag auk þess að lækka verulega kostnað og spara þannig umtalsvert fé.
Það er tímabært að íbúar í Árnessýslu ræði af alvöru sameiningu og hafi tækifæri á að kjósa um hvort tímabært sé að stofna sameinað sveitarfélag – sveitarfélagið Árnes !