Einstaklingar með Downs metnir til fjár!

Morgunblaðið hefur unnið einstaka fréttaskýringu um fósturskimun sem hefur verið í blaðinu síðustu daga.

Þessi umfjöllun er löngu tímabær og mjög þörf, en um þessi mál hefur í áratugi verið þagað og þegar reynt hefur verið að vekja á þeim athygli hefur því verið mætt með þögn.

Það eru að koma fram nýjar upplýsingar sem eru ekki einkamál einstaklinga með Downs eða okkar foreldar einstaklinga með Downs.

Hagfræðistofnun HÍ reiknaði fyrir embætti Landlæknis fyrir 23 árum síðan  hver væri kostnaður ríkisins af einstakling með Downs umfram „ófatlaðan“ einstakling.  Viljum við sem samfélag haga málum á þennan hátt – hvaða hópur er næst?

Lagagrunnur þess að skima eftir fóstrum með Downs er í besta falli mjög veikur.  Með hvaða hætti ætlar alþingi að taka á þessu?

Á alþjóðadegi einstaklinga með Downs árið 2013 skrifaði ég í Morgublaðið opið bréf til alþingismanna.  Bréfið sendi ég einnig í pósti á alla þingmenn.  Ekki einn einasti þingmaður þakkaði bréfið eða hafði áhuga á að taka málið upp.  Bréfið má sjá hér http://gudmundurarmann.is/opid-bref-til-althingismanna/

Ég treysti því að í dag séu breyttir tímar.

Screen Shot 2016-02-03 at 12.05.23

 

Comments are closed.