Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tók fyrir beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um verslun með áfengi og tóbak (smásala áfengis).
Áttu sér stað nokkrar umræður um frumvarpið í sveitarstjórn og voru niðurstöður þeirrar umræðu að allir fulltrúar í sveitarstjórn voru því sammála að „leggjast alfarið gegn því að frumvarpið verði að lögum“.
Í mínum huga eru ekki málefnaleg rök fyrir því áfengi sé á boðstólnum í matvöruverslunum og það kom mér þægilega á óvart að við vorum öll sammála um þetta í sveitarstjórn.
Ég sé aftur á móti málefnaleg rök fyrir því að tóbak verði tekið út úr matvöruverslunum og það aðeins selt með sama hætti og áfengi, það er aðeins í Vínbúðum.
Það athyglisverða er að í greinargerð með áfengis – frumvarpinu er þessi setning;
Þó svo að hægt sé að misnota áfengi virðast eiginleikar þess nokkuð léttvægir í samanburði við eiginleika tóbaks,,.
Ég er þessu sammála og því ætti áfengi og tóbak aðeins að vera til sölu í Vínbúðum ÁTVR! Sú lagabreyting að tóbak væri aðeins til sölu í Vínbúð væri kjörkuð og hún væri í þágu lýðheilsu og gæti jafnvel orðið örðum þjóðum til eftirbreyttni.
Það er eðlilegt að skoða fyrirkomulag ÁTVR og eðlilegt að taka það til endurskoðunar reglulega, en ÁTVR hefði t.d. fyrir margt löngu átt að vera opinbert hlutafélag (ohf) með sér stjórn.
Það eru sterk rök fyrir því að ríkið eigi ekki að stunda smásölu og það þarf að skoða hvernig hægt er að vinna með það. Væri t.d. ráð að bjóða út rekstur Vínbúða í tiltekin ár?
Að brjóta upp núverandi kerfi í nafni frelsis, er frelsi án ábyrgðar.
Færum tóbak út úr matvöruverslunum og höfum vín og tóbak aðeins til sölu í Vínbúðum ÁTVR, þá væri vel gætt að aðgengi og stuðlað að bættri lýðheilsu.
Greinin í Dagskránni.