Fjölbreytt, fróðlegt og skemmtilegt

Þú ert velkomin(n) á BRIM kvikmyndhátíð á Eyrarbakka á laugardaginn kemur þann 28 september.  Það eru í boði 14 viðburðir á Bakkanum, viðburðir sem eru fræðandi, skemmtilegir, jákvæðir, umhverfisvænir og mannbætandi.

Þú getur farið í bíó á Litla Hraun, í Húsið eða heim til Drífu.   Séð stuttmynd eftir nemendur 9 bekkjar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri um plast í Sjóminjasafninu, farið á Rauða Húsið og sótt fyrirlestra og fræðslu um plast, horft á bíómynd í pakkhúsi eða byrjað daginn á því að fara niður í fjöru og sjá hvort að þú finnur plast eða annað rusl í fjörunni og þannig hjálpað okkur að halda fjörunni plastlausri. 

Þema BRIM kvikmyndahátíðar er plast og sérstaklega plastið í hafinu.  Það verða í boði 3 erlendar kvikmyndir og fjöldi fræðsluerinda. Plast er ein mesta ógnin sem við stöndum frammi fyrir og því er mikilvægt að fræðast.  Grunnur jákvæðra breytinga byggir á þekkingu og með þekkingu kemur vilji til breytinga.  Okkur er öllum þarft fræðast, hvort sem það er með því að horfa á kvikmynd eða sækja aðra fræðslu.  

Þær kvikmyndir sem sýndar verða eru taldar með þeim bestu í dag sem fjalla um plast.  Fyrirlesar eru fjölbreyttur hópur fólks sem mun fjalla um plast frá mismunandi hliðum.  Það er ekki aðeins horft á vandamálið heldur einnig á lausnir.  

Það er frítt inn á alla viðburði BRIM og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Nánari upplýsingar er að finna á www.brimkvikmyndahatid.is sem og á Facebook & Instagram síðum BRIM

Comments are closed.