Að vera fyrirmyndar fyrirmynd

Grein sem ég ritaði í SUÐRA / Pressuna. -------------------------------------------------------------------------- Það er eitt mikilvægara en að eiga góða fyrirmynd, það er að vera góð fyrirmynd. Við þurfum að taka eftir góðum fyrirmyndum og vekja athygli á þeim svo að við getum fleiri notið þeirra og lært af. Fólkið sem gerir "meira" er okkur fyrirmynd. Fólk sem gefur af tíma sínum ...

Að búa til óvin og gefa honum stöðu

Grein sem ég ritaði í Morgunblaðið. ______________________________________________________   Árið 1957 skutu Rússar á loft fyrsta gervitunglinu, Sputnik.  Gervitungli sem fór yfir Bandaríkin á 90 mínútna fresti.  Bandaríkjamenn gjörsamlega töpuðu sér og það varð heiminum augljóst að sú þjóð sem Bandaríkin hræddust var Rússland.  Það voru Bandaríkin sem gáfu Rússum þá stöðu að vera jafnokar Bandaríkjana með því að ...

Kópavogshæli, erum við á sama stað í dag?

Grein sem ég ritaði í Morgunblaðið. _________________________________________ Þær lýsingar sem koma fram í skýrslu Vistheimilisnefndar um Kópavogshæli eru sláandi og dapur vitnisburður um það samfélag sem var fyrir áratugum. Við eigum að finna til þegar við lesum um hluti sem eru óboðlegir og eiga ekki að geta gerst hvort heldur atburðir eiga sér stað í nútíð eða fortíð. ...

Að ritskoða lífshamingjuna

Að það geti gerst árið 2016 í Frakklandi að það sé bannað að sýna í sjónvarpi stutt myndband á þeim grundvelli að myndbandið sýni hamingjusama einstaklinga með Down Syndrome.  Það er talið óviðeigandi vegna þess að það kann að valda þeim konum/mæðrum sem hafa tekið aðra ákvörðun á meðgöngu hugarangri. Ef það er einn hlutur í ...

Mér finnst gott að fara í kirkju

Ég nýti flest þau tækifæri sem ég hef til að bregða mér inn í kirkju og gildir þá einu hvort ég er að ferðast innanlands eða erlendis.  Það er gott að koma í kirkju, kirkjur tala til mín á mismunandi hátt.  Kirkjur spila á tilfinningar, í einni er upplifun að biðjast fyrir, í annari að ...

Þetta skiptir máli

Einstaklingurinn á ávallt að vera ofar takmörkunum sínum. Því er fólk ekki fatlað, en það getur verið með fötlun.  Einstaklingur er ekki þroskaskertur, en einstaklingur getur verið með þroskaskerðingu. Það skiptir máli hvernig við tölum um hvort annað og við hvert annað.  Þessi grein mín var að birtast í nýjasta tölublaði Tímarits Þroskahjálpar.  

Eru söfnin á Eyrarbakka vannýtt auðlynd?

Grein sem ég ritaði í Dagskránna, fréttablað Suðurlands. Mikil fjölgun ferðamanna síðustu misseri hefur gefið okkur íslendingum ótrúleg tækifæri og breytt samfélagi okkar.  Þessum breytingum eigum við að fagna og tækifærin eiga að hvetja okkur til velta fyrir okkur nýjum möguleikum sem opnast við breyttar forsendur. Byggðasafn Árnesinga sinnir mikilvægu og merku starfi á Eyrarbakka, rekur safn ...

Ekki tapa gleðinni

Held að það sé aðeins eitt sem er mikilvægara en að vera glaður og það er að gleðja aðra. Við þurfum á gleði að halda, sem einstaklingur, sem samfélag, vinnustaður og sem þjóð.  Gleðitilfinningin er góð og það er gott að finna til gleði. Merkilegt er þegar við sjáum ofsjónum yfir gleði annara, það er eins og ...