Ágæti félagsmálaráðherra. Staða Sólheima er mjög alvarleg. Eins og þér er kunnugt hefur hvorki þú né ráðuneyti félagsmála gert nokkurn hlut til þess að laga þá stöðu né tryggja íbúum Sólheima það öryggi sem þeir kalla eftir. Fulltrúaráð Sólheima hefur sent út ákall um að úr málum verði leyst, ákall sem undirrituðum var falið að fylgja eftir. ...
Excel ákvarðanir í málaflokki fatlaðra
Það eru því miður mörg mál sem félagsmálaráðuneytið hefur forðast að takast á við og vinna úr þegar kemur að fötluðu fólki og er nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar ágætt yfirlit yfir sorglega ákvarðanafælni fagráðuneytis í að byggja upp lagaramma og að vera stefnumótandi á framsækinn hátt í málefnum fatlaðra. Það er með algjörum ólíkindum að sveitarfélög skuli ...
Niðurskurður eða ný hugsun
Breski ráðherrann Francis Maude hefur kynnt einhverjar þær róttækustu breytingar í opinberum rekstri sem komið hafa fram í Bretlandi frá því á áttunda áratugnum. Í þeim hugmyndum er horft á alla þætti s.s. afplánun fanga, velferðarmál, málefni barna og rekstur Ríkisskattstjóra. Unnið skal að því að „frelsa“ opinbera stjórnsýslu með því að koma fram með róttækar ...
Nýsköpun, nei takk
Í Evrópu svo ekki sé nú talað um Bandaríkin þá er á það lögð höfuðáhersla að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í búsetu jafnt sem atvinnumálum fyrir fatlað fólk. Í þessum löndum er það ekki venja að ríki og sveitarfélög séu rekstraraðilar að þessari þjónustu. Ríki og sveitarfélög eru greiðendur og eftirlitsaðilar, en sjaldnast rekstraraðilar. Margar ...
Málefni fatlaðra hjá fötluðum
Að óbreyttu verður málaflokkur fatlaðra fluttur frá ríki til sveitarfélaga eftir 12 vikur. Lagafrumvarp er ekki komið fram, það liggur fyrir að ekkert eftirlitskerfi er né verður til staðar í náinni framtíð. Við þetta bætist svo að úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu málaflokksins í dag og á yfirfærslunni er einn stór áfellisdómur. Það er búið að veltast ...
Ný hugsun í málefnum fatlaðs fólks
Við ríkjandi aðstæður í okkar þjóðfélagi þarf kjark og nýjar nálganir. Skilgreina betur en áður einstaka málaflokka og skoða jafnt kostnað sem réttindi. Málefni fatlaðra eru ekki undanskilin. Breyta þarf um nálgun og beita nýjum hugsunarhætti. Tryggja verður fötluðum öflugan stuðning en með þeim hætti að ýtrustu hagkvæmni sé gætt og að réttindi til mannsæmandi lífsskilyrða ...