Tímamót

í dag var samþykkt í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að færa skólann heim. Þetta eru einstaklega góð tíðindi og eitt það besta við þessa breytingu er að það er breið samstaða um ákvörðunina. Málið hefur lengi verið til umfjöllunar í sveitarfélaginu og hefur verið djúpstæður ágreiningur um það. Með tíma, skólaþingi og faglegri vinnu hefur náðst breið ...

Endurskoðun á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps

Sveitarstjórn GOGG hefur ákveðið að fara í endurskoðuna á aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem er fyllsta ástæða til. En sveitarstjórn ber að afloknum kosningum að ákveða hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag. Það er mikil uppbygging í sveitarfélaginu, ólíkar þarfir íbúa og kröfur. Það hefur væntanlega aldrei verið mikilvægar að marka skýra stefnu þar sem hagsmunir ...

Illa farið með fé sveitarfélaga?

Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið þann 4 desember. Ljósleiðari inn á hvert heimili er krafan í dag og sveitarstjórnarmenn taka undir. Í stað þess að sameinast og krefjast þess með afgerandi hætti að ríkið tryggi lagningu ljósleiðara um landið er gefið eftir. Sveitarfélögin fara sjálf í verkefnið og mörg eru að undirbúa það að fara ...

Ráðuneyti lífsgæða

Ég fór fyrir nokkru í lærdómsríka fræðsluferð til Skotlands með sveitarstjórarmönnum. Margt fróðlegt og lærdómsríkt heyrðum við og sáum. Í þeirri ferð var m.a. sagt; "Hlutverk þess sem rekur spítala er að reka spítala, ekki að bæta heilsu fólks". Mér þótti þessi athugasemd "köld", en ég hef oft hugsað um þessi orð og velt þeim fyrir mér. Ég held ...

Umfjöllun um kynferðisbrot

Nýlega voru fluttar fréttir af kynferðisbroti sem ítrekað var tengt Sólheimum.  DV opnar málið og aðrir fjölmiðlar (MBL, visir & RUV)  fylgja í kjölfarið.  Margt er sagt; "Lögreglan er með til rannsóknar kynferðisbrot gegn fatlaðri konu á Sólheimum" "meint kynferðisbrot gegn vistmanni á Sólheimum" "lögregla staðfestir að vistmaður á Sólheimum eigi í hlut og að meintur gerandi sé ...

Mikilvægir hlutir unnir í sameiningu í sveitarstjórn

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps fundaði þann 20 ágúst s.l. þar sem sem fjöldi mála var afgreiddur.  Eins og svo oft þá sammæltust menn um flest mikilvæg mál. Ákveðið var að fresta afgreiðslu á erindi Orkuveitu Reykjavíkur um niðurrennslisholur á Nesjavöllum þar til umsagnir Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.  Vissulega eigum við að greiða götu framkvæmda, ...

Fagleg vinnubrögð eða bitlingar

Stjórnmál sem byggja á bitlingum eiga í besta falli að vera stjórnmál fortíðar en ekki stjórnmál nútíðar. Það er í senn niðurlægjandi, ófaglegt og óásættanlegt að slíkt sé látið viðgangast. Þeir aðilar sem veljast til starfa í sveitarstjórnum eiga ávallt að vinna að almannahagmunum en ekki sérhagsmunum. Fólki gengur yfirleitt gott eitt til, en vinnulag og reglur eða ...

Kirkjudagur Sólheimakirkju, þann 6 júlí 2014

Það hefur mér lærst með árunum að spurningar eru mikilvægari en svör. Þegar við tökum okkur biblíuna í hönd og lesum, þá erum við að lesa svör við spurningum sem fólk var að takast á við fyrir meira en tvö þúsund árum síðan. Þessi svör sem eru í senn sögur og frásagnir hafa haft afgerandi áhrif á ...

Fjármál Grímsnes- og Grafningshrepps

Ný sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur tekið til starfa og hafa verið haldnir tveir fundir sveitarstjórnar. Fulltrúar K lista lögðu á það höfuðáherslu í kosningum til sveitarstjórnar að tekið yrði á skuldavanda sveitarfélagsins. Á fyrsta fundi sveitarstjórnar var meðal annars skipað í nefndir og önnur ábyrgðarstörf fyrir sveitarfélagið. Þar var tekin ákvörðun um að  1 maður á ...