Hátíðarræða á Borg í Grímsnesi, þann 17 júní 2014

  Í dag er þjóðhátíðardagur okkar íslendinga – 17 júní. Fæðingardagur Jóns Sigurðsson, sá dagur er valinn var stofndagur lýðveldisins. Allt frá árinu 1907 hefur þessa dags verið minnst með opinberum hætti, Háskóli Íslands var t.d. í fyrsta sinn settur þennan dag og fleira má telja til. Við eigum að virða söguna, muna hana og læra af henni.  Ef ...

Að horfast í augu við raunveruleikann

Oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps ritar grein í héraðsblöð og kvartar yfir því að K – listi óháðra skuli vekja athygli á skuldsetningu sveitarfélagsins. Þetta er alveg rétt hjá oddvitanum, K listinn hefur lagt á það áherslu að gera íbúum sveitarfélagsins grein fyrir því að Grímsnes- og Grafningshreppur skuldar 1 milljarð króna og að sveitarfélagið er með ...

Grein í Hvatarblaðið

Ágætu íbúar. Nú er rétt mánuður til sveitarstjórnarkosninga og munu hið minnsta tveir listar bjóða fram í sveitarfélaginu okkar. Fjárhagur sveitarfélagsins eru ekki eins góður og hann gæti verið, það tekur á fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar að skulda 1 milljarð.   Við þurfum því í senn að fara vel með og leita allra leiða til að ...

Opið bréf til alþingismanna

  Opið bréf til alþingismanna Í dag þann 21.3. er alþjóðadagur Downs heilkennis. Sameinuðu þjóðirnar lýstu því yfir árið 2012 að dagurinn hefði það að markmiði að auka skilning á Downs heilkenninu og minnka aðgreiningu þeirra einstaklinga sem eru með Downs. Það er ekki tilviljun að 21. mars skyldi valinn. Downs heilkennið er orsakað af auka litning í ...

Húsið og Eyrarbakki

Eftir rétt um eitt ár verður Húsið á Eyrarbakka 250 ára gamalt. Við Íslendingar eigum mjög fá hús sem eru svo gömul, en Húsið á Eyrarbakka er í senn eitt elsta og merkilegasta húsið á Íslandi. Húsið var byggt árið 1765 og var heimili faktora og verslunarstjóra Eyrarbakkaverslunarinnar fram á 20. öldina. Eyrarbakki var miðstöð verslunar ...

Þarf ríkið ekki að fara að samningum?

Nýverið féll dómur þar sem Hæstiréttur snéri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi íslenska ríkinu í vil í máli sem Sólheimar höfðuðu gegn íslenska ríkinu. Mál þetta er í eðli sínu einfalt, Sólheimar og velferðarráðuneytið höfðu gert með sér þjónustusamning þann 8. maí árið 2004, samning sem rann út þann 31. desember árið 2008.  Áður en ...

Mismunun fóstra

Fluttar hafa verið fréttir af því upp á síðkastið að 99% kvenna í Danmörku fari í fóstureyðingu ef rannsókn sýnir að barnið muni fæðast með Downs – heilkenni.  Samkvæmt frásögn yfirlæknis kvennadeildar Landspítalans eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem kjósa að ganga með á Íslandi ef þeir vita að fóstur er með Downs ...

Hin fullkomnu börn

Síðustu mánuði og misseri hefur ítrekað verið fjallað um einstaklinga / fóstur sem hafa Downs heilkenni.  Sú umræða hefur oftar en ekki verið í senn ljót og meiðandi. Fluttar hafa t.d. verið fréttir af því að fyrir lok árs verði hægt með því að taka blóðprufu úr móður að greina hvort fóstur hafi Downs heilkenni.  Það ...

Ánægjuleg sinnaskipti velferðarráðherra

Viðtal er við velferðarráðherra á forsíðu fréttablaðsins þann 6 júní þar sem ráðherra gengur rösklega  fram og boðar aukið eftirlit með meðferðarstofnunum.  Gera þurfi eftirlit óháðara og sjálfstæðara en verið hefur, enda hefur þetta að sögn ráðherra verið á hendi sömu aðila og semja um starfsemina.  Til að auka enn vægi orða sinna vísar ráðherra ...

Alþjóðadagur Downs einstaklinga 2011

Alþjóðadagur Downs einstaklinga er í dag mánudaginn 23 mars. Í meðfylgjandi myndbandi sem er vel þess virði að njóta koma tölurnar 213 og 321 ítrekað fyrir og þá er verið að vísa í dagsetninguna 21.3. Sú dagsetning er fundin út frá því að Downs einstaklingur fær einum litning meira en við hin, þ.e. 3 litninga ...