Hugmyndafræði eða fólk

Mjög hefur verið vegið að Öskjuhlíðarskóla fyrir það að hann skuli vera sérskóli. Það skiptir ekki máli hvort skólinn er góður eða slæmur, vilji foreldra og barna skiptir litlu máli. Skólinn er sérskóli og sérskólar eiga ekki að vera til í hugmyndafræði samtímans. Því er val til ama, því má fatlað fólk ekki hafa val eins ...

Eitt land – ekkert sveitarfélag

Ísland er eitt kjördæmi, á Íslandi eru ekki sveitarfélög, á Íslandi er sami réttur fyrir alla íslendinga óháð búsetu.  Þetta væri væntanlega fyrirkomulagið ef menn kæmu að því verkefni að búa til stjórnskipulag og væru ekki fastir í fjötrum fortíðar. Þjóð sem telur um 300 þúsund manns er í raun aðeins þolanleg stærð sveitarfélags í flestum ...

Blessun ríkisvæðingar og bölvun þeirra sem starfa sjálfstætt

Mjög hefur verið vegið að sjálfstætt starfandi aðilum í fjölmiðlum upp á síðkastið og undirritaður ekki í aðstöðu til að meta hvað er rétt og hvað er rangt í þeirri umræðu.  Sú sorglega staðreynd er þó fyrir hendi að þeim stöðum sem lent hafa í þessari orrahríð hefur verið/verður  lokað. Það sækir vissulega að manni  sú ...

Verður búsetuúrræðum fyrir fatlaða á landsbyggðinni lokað?

Í desember s.l. samþykkti alþingi lög um málefni fatlaðs fólks.  Í 10 grein þeirra laga segir; „Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum þessum skulu vera í íbúðabyggð, sbr. skipulagslög.  Jafnframt skulu húsnæðisúrræðin staðsett nærri almennri og opinberri þjónustu sé þess nokkur kostur“. Sem betur fer þá hefur um árabil fötluðu fólki staðið til boða búsetuúrræði til sveita ...

Að breyta atferli með gleði

Gleði í daglegu lífi er öllum mikilvæg og það verður seint talinn löstur að gera lífið skemmtilegra fyrir sig og samborgara sína. Við höfum sem samfélag gert allt of lítið af því að gera lífið skemmtilegra. Ég held að það eigi við á öllum sviðum þjóðlífsins og við þurfum að finna leiðir til að bæta úr. Rakst á ...

Opið bref til félagsmálaráðherra

Ágæti  félagsmálaráðherra. Staða Sólheima er mjög alvarleg.  Eins og þér er kunnugt  hefur hvorki þú né ráðuneyti félagsmála gert nokkurn hlut til þess að laga þá stöðu né tryggja íbúum Sólheima það öryggi sem þeir kalla  eftir. Fulltrúaráð Sólheima hefur sent út ákall um að úr málum verði leyst, ákall sem undirrituðum var falið að fylgja eftir.  ...

Excel ákvarðanir í málaflokki fatlaðra

Það eru því miður mörg mál sem félagsmálaráðuneytið hefur forðast að takast á við og vinna úr þegar kemur að fötluðu fólki og er nýútkomin skýrsla Ríkisendurskoðunar ágætt yfirlit yfir sorglega ákvarðanafælni fagráðuneytis í að byggja upp lagaramma og að vera stefnumótandi á framsækinn hátt í málefnum fatlaðra. Það er með algjörum ólíkindum að sveitarfélög skuli ...

Niðurskurður eða ný hugsun

Breski ráðherrann Francis Maude hefur kynnt einhverjar þær róttækustu breytingar í opinberum rekstri sem komið hafa fram í Bretlandi frá því á áttunda áratugnum.  Í þeim hugmyndum er horft á alla þætti s.s. afplánun fanga, velferðarmál, málefni barna og rekstur Ríkisskattstjóra. Unnið skal að því að „frelsa“ opinbera stjórnsýslu með því að koma fram með róttækar ...

Nýsköpun, nei takk

Í Evrópu svo ekki sé nú talað um Bandaríkin þá er á það lögð höfuðáhersla að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu í búsetu jafnt sem atvinnumálum fyrir fatlað fólk.  Í þessum löndum er það ekki venja að ríki og sveitarfélög séu rekstraraðilar að þessari þjónustu. Ríki og sveitarfélög eru greiðendur og eftirlitsaðilar, en sjaldnast  rekstraraðilar.  Margar ...