Jafnræði fyrir aðra en fatlaða

Örfáir stjórnmálamenn hafa verið haldnir þeirri þráhyggju um árabil að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.  Það er í raun orðið svo langt síðan að þessi sorgarsaga hófst að þær fáu þjóðir sem fetuðu þessa braut sjá eftir því og allt aðra áherslur eru í málaflokki fatlaðra nú en voru þá.  Samt er haldið ...

Málefni fatlaðra hjá fötluðum

Að óbreyttu verður málaflokkur fatlaðra fluttur frá ríki til sveitarfélaga eftir 12 vikur.  Lagafrumvarp er ekki komið fram, það liggur fyrir að ekkert eftirlitskerfi er né verður til staðar í náinni framtíð.  Við þetta bætist svo að úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu málaflokksins í dag og á yfirfærslunni er einn stór áfellisdómur. Það er búið að veltast ...

Fjærþjónusta ekki nærþjónusta

Ef það er eitthvað sem íslendingar ættu að hafa lært síðustu misseri þá er það að nærþjónusta er ein af höfuð meinsemdum okkar litla samfélags. Fullyrðingar eins og að sveitarstjórnarmenn séu svo nálægt notendum þjónustu, menn þekki svo vel til aðstæðna fólks í nábýli og hið íslenska kunningjasamfélag er í raun ekkert annað en nærþjónusta. Stöðug áhersla ...

Ný hugsun í málefnum fatlaðs fólks

    Við ríkjandi aðstæður í okkar þjóðfélagi  þarf kjark og nýjar nálganir. Skilgreina betur en áður einstaka málaflokka og skoða jafnt kostnað sem réttindi. Málefni fatlaðra eru  ekki undanskilin. Breyta þarf um nálgun og beita nýjum hugsunarhætti. Tryggja verður  fötluðum öflugan stuðning en með þeim hætti að ýtrustu hagkvæmni sé gætt og að réttindi til mannsæmandi lífsskilyrða ...

Málefni fatlaðra og fjármál sveitarfélaga

  Eftir rétt rúma tvo mánuði munu málefni fatlaðra því miður færast frá ríki til sveitarfélaga.  Fjárhagslegt öryggi fatlaðra einstaklinga, þ.e. aðgangur að þjónustu  ætti að skipta mestu máli við þessa yfirfærslu en gerir það ekki.  Það er umhugsunarvert að sveitarstjórnarmaður missir kjörgengi í sveitarstjórn  vegna sviptingar fjárforræðis, en þegar kemur að sveitarfélaginu sjálfu þá eru ...

Grein rituð í tímaritið Arkitektúr, mars 2010

Eitt af því sem sjálfbær samfélög um víða veröld eiga sameiginlegt er að þau eru brautryðjendur nýrra hugmynda, staðir þar sem samfélög reyna nýja hluti, þróa þá og bæta.  Þessar nýju hugmyndir hafa svo oft verið teknar upp og þróaðar áfram í hinu stærra samfélagi. Sólheimar hafa vissuleiga rutt brautina á mörgum ólíkum sviðum.  Þeir eru ...

Spilavíti

Ætli það sé tilviljun að þegar atvinnuleysi er í hámarki og þörf er á auknum tekjum í þjóðfélaginu að þá komi aðilar fram og „viðri hugmyndina“ að opna spilavíti á Íslandi. Rökfærslunni er beitt á undarlegan hátt, þetta er í raun greiði við spilafíkla með því að fá þessa spilamennsku upp á yfirborðið þá fást af ...

Vinstri Grænir og erfðabreytt Ísland

Það er algjörlega með eindæmum að það skuli vera ráðherra Vinstri Grænna sem hleypi því í gegn og nánast í skjóli nætur að leyfa erfðarbreytta ræktun utandyra á Íslandi.  Ég hefði frekar átt von á því að umhverfisráðherra VG hefði afturkallað það leyfi sem var til inniræktunar á erfðarbreyttu í gróðurhúsi. Það athyglisverða við þetta skref ...