Sólheimar – endalok brautryðandastarfs og alþjóðlegar fyrirmyndar

Þriðjudaginn 5. júlí s.l. urðu Sólheimar 92 ára og því ber að fagna. Sólheimar eiga sér einstaka og merka sögu enda þekkir nánast hvert og eitt okkar til staðarins og veit af hinu merka samfélagi sem þar er. Sólheimar eru ekki minna þekktur staður erlendis og auðvelt að færa fyrir því sterk rök ...

Afhjúpun í aðalskipulagi Árborgar

Á því kjörtímabili sem nú er á enda hefur aðalskipulag sveitarfélagsins Árborgar verið til endurskoðunar. Fyrir liggur tillaga að nýju aðalskipulagi til ársins 2036. Aðalskipulagið er framtíðarsýn. Framtíðarsýn fyrir þróun, uppbyggingu og tækifæri atvinnulífsins. Framtíðarsýn er varðar uppbyggingu húsnæðis og byggðaþróun. Framtíðarsýn á innleiðingu umhverfismála og sjálfbærni.  Skipulagið er rammi um það hvernig við ætlum að byggja upp ...

Samtal við Andra Davíð Pétursson

Mætti í spjall í þáttinn Happy Hour sem The Viceman, Andri Davíð Pétursson stjórnar. Áttum virkilega skemmtilegt spjall um nýsköpun, mat, drykk, broddmjólk og allt mögulegt. https://podcasts.apple.com/us/podcast/happy-hour/id1488457662?i=1000507284118

Frelsi og val

Grein rituð í Dagskránna. Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg verður með prófkjör n.k. laugardag þann 19. mars. Það eru 18 frambærilegir einstaklingar sem boðið hafa fram krafta sína í prófkjörinu. Sjálfstæðismenn vilja að íbúar hafi val. Að hafa val er mikilvægt. Að hafa fjölbreytta valkost er mikilvægt hverju samfélagi. Með því að nýta ...

Fyrirsjáanleiki og framtíðarsýn í menntamálum

Grein rituð í Dagskránna. Fjölbrautaskóli Suðurlands (FSU) var stofnaður árið 1981. Það má vafalaust búa til dálk í Excel sem kemst að þeirri niðurstöðu að skólinn sé ekki hagkvæm rekstrareining. Við vitum þó vel að skólinn og allt sem hann leggur til er ómetanlegt. Án hans viljum við ekki byggja okkar samfélag. Við viljum efla hann og styrkja ...

Fyrirsjáanleiki

Við þurfum fyrirsjáanleika. Þegar hann skortir kemur óöryggi. Ákvarðanir sem teknar eru af góðum vilja verða rangar, uppbygging verður án samhengis, verður dýrari og tækifæri tapast. Við þurfum öll fyrirsjáanleika í leik og starfi. Íbúar á Eyrarbakka og Stokkseyri þurfa fyrirsjáanleika varðandi uppbyggingu á skóla. Foreldrar, nemendur, kennarar og starfsfólk ...

Óli Ben, minningarorð

Það var mín gæfa að kynnast Óla Ben.  Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar  hann var 47 ára og ég 18 að hefja störf á Sólheimum.  Stað sem hafði verið heimili Óla frá því að hann var barn.  Þetta var upphaf 35 ára vináttu. Í Óla átti ég mér fyrirmynd, hann átti vináttu mína og virðingu. ...

Að þora og njóta þess að búa í samfélagi

Miðbærinn er á stuttum tíma orðinn að sannarlegum miðpunkt sem við erum stolt af.  Það gekk ekki átakalaust að sjá hann verða að veruleika og vissulega þurfti þrautseigju, trú á verkefnið og dug til að sjá verkefnið ganga eftir.  Samfélagið var á tímabili nánast klofið í afstöðu til málsins. Ekki endilega að íbúar vildu ekki uppbyggingu ...

Framtíðarhúsnæði BES á Eyrarbakka

Grein rituð í Dagskránna, þar sem velt er upp hugmynd er varðar framtíðarlausn á húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka.  Það er mikilvægt að horfa á möguleika og tækifæri.    Þetta er einn möguleiki. ------------------------------- Eitt mikilvægasta verkefni fræðsluyfirvalda í Árborg er að leysa þann vanda sem upp er kominn í húsnæðismálum BES á Eyrarbakka.  Fyrir liggur úttekt Eflu ...