Einstaklingurinn á ávallt að vera ofar takmörkunum sínum. Því er fólk ekki fatlað, en það getur verið með fötlun. Einstaklingur er ekki þroskaskertur, en einstaklingur getur verið með þroskaskerðingu. Það skiptir máli hvernig við tölum um hvort annað og við hvert annað. Þessi grein mín var að birtast í nýjasta tölublaði Tímarits Þroskahjálpar.
Borgum niður áður en við eyðum
Það sem skiptir máli fyrir þessar kosningar er margt. Þessa daganna er verið að lofa og flest er það eitthvað sem við getum öll verið sammála um að er þarft. Það sem er þó grundvöllur þess að við getum byggt upp okkar samfélag af metnaði er að við greiðum niður skuldir. Blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband og ...
Eru söfnin á Eyrarbakka vannýtt auðlynd?
Grein sem ég ritaði í Dagskránna, fréttablað Suðurlands. Mikil fjölgun ferðamanna síðustu misseri hefur gefið okkur íslendingum ótrúleg tækifæri og breytt samfélagi okkar. Þessum breytingum eigum við að fagna og tækifærin eiga að hvetja okkur til velta fyrir okkur nýjum möguleikum sem opnast við breyttar forsendur. Byggðasafn Árnesinga sinnir mikilvægu og merku starfi á Eyrarbakka, rekur safn ...
Ekki tapa gleðinni
Held að það sé aðeins eitt sem er mikilvægara en að vera glaður og það er að gleðja aðra. Við þurfum á gleði að halda, sem einstaklingur, sem samfélag, vinnustaður og sem þjóð. Gleðitilfinningin er góð og það er gott að finna til gleði. Merkilegt er þegar við sjáum ofsjónum yfir gleði annara, það er eins og ...
Rétturinn til að vera ég
Grein sem ég ritaði í Suðra, Héraðsfréttablað. _______________________ Orð geta allt, þau byggja upp og þau brjóta niður. Orð geta sett af stað styrjöld og komið á friði. Orð hafa þann góða eiginleika að þegar við notum þau í samskiptum og lýsingum að þá erum við erum umfram annað að lýsa okkur sjálfum. Við erum að lýsa siðferði ...
Einelti á netinu
Það hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum í umræðu um eineltismál að samfélagsmiðlar eru óspart nýttir þegar verið er að leggja einstakling í einelti. Varnarleysi þolanda er nánast algjört þegar kemur að þessari tegund eineltis. Það er til fyrirmyndar verkefni það sem Barnaheill og Ríkislögreglustjóri reka í sameiningu en það er Ábendingalína. Í gegnum sérstakan hnapp er hægt ...
Sameinuð Árnessýsla
Frumkvæði sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps er varðar sameiningu sveitarfélaga í Árnessýlu. Vonandi ber okkur sem fyrst gæfa til að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu í eitt. Grein sem ég ritað í Dagskránna.
Einelti er ofbeldi
Einelti er ein birtingarmynd ofbeldis og ofbeldi á aldrei að þola. Andlegt ofbeldi, líkmamlegt ofbeldi og kynferðisofbeldi er það ömurlegast sem nokkur manneskja getur beitt aðra manneskju og hefur áhrif á þolanda alla ævi. Þegar einstaklingur er beittur kynferðisofbeldi þá erum við (næstum því) hætt að tala um að þolandi hafi nú boðið upp á þetta ...
Metnaðarlaus einkavæðing
Það kemur stöðugt betur í ljós hversu metnaðarlaus ákvörðun það var hjá Háskóla Íslands að leggja af nám á Laugarvatni. Við eigum að horfa á tækifæri í stað þess að gefast upp fyrir okkur sjálfum! Grein sem ég ritaði í Suðra.
Forsetakosningar
Umfjöllun í Suðra og viðtöl við nokkra aðila um forsetakosningarnar. Mér finnst að það eigi að breyta lögum þannig að einstaklingur geti ekki orðið forseti nema með að minnsta kosti 50% atkvæða á bak við sig, ef það þarf tvær umferðir til þess þá er það bara þannig. Alþingi þarf að breyta lögum.