Grein sem ég ritaði í Sunnlenska fréttablaðið - það er bókstaflega hættuástand á Suðurlandi. Lögregla og sjúkraflutningamenn verða að fá stuðning og það verulegan til að takast á við þau verkefni sem þeim eru falin. ________________________________________________________________________________________________________________ Suðurlandsumdæmi er jafn stórt Belgíu og á svæðinu búa 23 þúsund manns. Í uppsveitum Árnessýslu er fjölmennasta sumarhúsabyggð landsins og tvöfaldast oft ...
Sameining sveitarfélaga, skoðun sveitarstjórnarmanna
Fréttamiðillinn Pressan/Eyjan fjallar um samtöl sem Héraðsfréttablaðið Suðri átti við sveitarstjórnarmenn. Það er samhljómur meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi - í framtíðinni verður Árnessýsla eitt sveitarfélag. Mín skoðun er að því fyrr sem við tökum það skref því farsælla fyrir íbúa Árnessýslu.
Alþjóðadagur einstaklinga með Downs heilkenni
Í dag mánudaginn 21 mars er alþjóðadagur Downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn enda vísar hún til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning, það er 3 eintök eru af litning 21 = 21.03. Deginum hefur verið fagnað frá árinu 2011 en þá lýstu Sameinuðu þjóðirnar því ...
84 ára saga á enda
Viðbrögð við ákvörðun Háskóla Ísland um að leggja af nám á Laugarvatni.
Fáránleg og fyrirséð ákvörðun
Ákvörðun háskólaráðs HÍ er í senn fáránleg og fyrirséð. Það á að efla námsbraut í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni í stað þess að gera námið umkomulaust í höfuðborginni.
Er líf þess virði að því sé lifað?
Grein sem ég ritaði í Morgunblaðið. Er eðlilegt að meta réttinn til lífs út frá kostnaði og geta einstaklingar með downs fengið líffæri þegar á þarf að halda?
Það er mannbætandi að eiga vin með Downs
Einstaklega góður pistill sem Margrét Kr. Sigurðardóttir blaðamaður á Morgunblaðinu ritar í framhaldi af umfjöllun blaðsins um fósturskimun og Downs.
Sveitarstjórn á móti áfengisfrumvarpi
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps tók fyrir beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar alþingis um umsögn á frumvarpi til laga um verslun með áfengi og tóbak (smásala áfengis). Áttu sér stað nokkrar umræður um frumvarpið í sveitarstjórn og voru niðurstöður þeirrar umræðu að allir fulltrúar í sveitarstjórn voru því sammála að "leggjast alfarið gegn því að frumvarpið verði að ...
Einstaklingar með Downs metnir til fjár!
Morgunblaðið hefur unnið einstaka fréttaskýringu um fósturskimun sem hefur verið í blaðinu síðustu daga. Þessi umfjöllun er löngu tímabær og mjög þörf, en um þessi mál hefur í áratugi verið þagað og þegar reynt hefur verið að vekja á þeim athygli hefur því verið mætt með þögn. Það eru að koma fram nýjar upplýsingar sem eru ekki ...
Stærsta hagsmunamál íbúa Árnessýslu er sameining
Suðri fréttablað óskaði eftir skoðun minni og nokkra annara sveitarstjórnarmanna á sameiningu. Mín skoðun er; Að Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árborg og Ölfuss sameinist er markmið sem við eigum að setja okkur. Þessi sveitarfélög eru að vinna sameiginlega að fjölda verkefna, en með sameiningu væri hægt að gera hlutina mun markvissar og ...